Elín Hrönn Geirsdóttir, framkvæmdastjóri og nuddmeistari.
Elín Hrönn Geirsdóttir, framkvæmdastjóri og nuddmeistari.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Elín Hrönn tók við rekstrinum eftir covid-faraldurinn, en þá hafði starfsemin legið niðri í dálítinn tíma. Að eigin sögn hefur Elín unnið að því ásamt traustu samstarfsfólki sínu og teymi að byggja upp reksturinn á ný, hvetja fólk til að huga að…

Elín Hrönn tók við rekstrinum eftir covid-faraldurinn, en þá hafði starfsemin legið niðri í dálítinn tíma. Að eigin sögn hefur Elín unnið að því ásamt traustu samstarfsfólki sínu og teymi að byggja upp reksturinn á ný, hvetja fólk til að huga að sjálfu sér, slaka og njóta auk þess að koma með spennandi nýjungar í nuddi og slökun inn á markaðinn. Heilsulindin, sem er staðsett á Hótel Reykjavík Natura - Iceland Hotel Collection by Berjaya á Nauthólsvegi 52, á sér merka og áhugaverða sögu og var upphaflega hluti af gamla Hótel Loftleiðum en hefur að sjálfsögðu þróast í gegnum árin og tekið eigendaskiptum.

Upphaflega var reynt að halda heilsulindinni opinni undir stjórn hótelsins en þá var búið að segja upp flestu starfsfólki. Gafst þá Elínu kjörið tækifæri til að takast á við nýjar áskoranir og byggja eitthvað upp á eigin spýtur.„Þannig fór ég óvænt út í atvinnurekstur sem er mjög skemmtilegt, enda hafði ég sjálf misst gömlu vinnuna mína í covid-faraldrinum. Ég var aðallega í alþjóðlegum ráðstefnum sem að sjálfsögðu duttu niður á þessum tíma, svo þetta raðaðist allt fínt,“ segir Elín.

Nostalgía í loftinu

„Þegar ég var ung þá lærði ég nuddarann. Síðan tók ég viðskiptafræði og með fókus á markaðsfræði auk þess að vera með gráðu í verkefnastjórnun. Síðan starfaði ég á K100 og tók sumarverkefni sem hét Við elskum Ísland. Það var alveg frábært verkefni. En þannig var mín leið að því að taka við Natura Spa, sem ég er afar þakklát fyrir í dag,“ segir Elín.

„Það er svo spennandi að takast á við þennan rekstur og þarna fæ ég að sameina öll mín svið í eitt. Það þarf rosalegan drifkraft og metnað í svona verkefni. Það er líka svo gefandi að rækta eitthvað og stuðla að vellíðan.“ Elín segir það sérstaklega gaman og gefandi og ekki síður þá í ljósi þess hvað rýmið á sér mikla sögu. „Oft þegar fólk er eitthvað óvisst með hvar við erum til húsa þá segjum við bara „gamla Hótel Loftleiðir“,“ segir hún.

„Ég fæ stundum kúnna inn sem fyllast
gífurlegri nostalgíu við það eitt að koma í húsið. Kannski voru afi og amma á hótelinu eða þekkja laugina. Þetta er eitt af fyrstu stóru hótelunum í Reykjavík. Upphaflega var þetta meira sundlaug og slökunarherbergi þar sem fólk gat slakað á. Það er mikil nostalgía að heyra sögur og skoða gamlar myndir til dæmis. Það finnst alveg að fólk á sterkar minningar af þessum stað.“

Heildarpakki með faglegri þjónustu

Vill þá framkvæmdastýran undirstrika hversu vel það spilar saman að bjóða upp á heilsulind þar sem nudd- og snyrtimeðferðir eru aðgengilegar. „Við erum mikið að leggja áherslu á það við fólk þegar það pantar tíma, að mæta helst fyrir tímann, allavega hálftíma áður. Byrjaðu í spa-inu, byrjaðu að ná þér niður, slakaðu á, farðu í heita pottinn. Andaðu aðeins, því þú færð þá svo miklu meira út úr nuddinu og snyrtingunni. Hjá okkur á að vera heill heimur vellíðunar,“ segir Elín. „Fólk sem kemur stressað inn í nuddið er miklu lengur að ná stressinu niður. Betra að koma snemma og byrja að ná sér niður. Í Natura Spa-heilsulindinni er heldur ekki notast við klór í sundlauginni og heita pottinum heldur saltvatn. Þá er einnig boðið upp á lítið gufubað.“

Íslendingar gjarnan stressaðir

Elín segir einnig vinsælt að nýta sér flotbúnað á staðnum og fólk gefur sér gjarnan góðan tíma til þess að fljóta og njóta. Hægt er líka að koma sér vel fyrir í glæsilegri setustofu fyrir framan arininn og gleyma sér í amstri dagsins. Jafnvel er þar hægt að panta sér drykki og eftir kl. 14 á daginn hægt að gæða sér á léttum réttum.„Það þarf að sameina tónlist, ljós, umhverfið og það þarf allt að vinna saman til að gefa góða slökun,“ segir Elín og segir umfangsmikla og grípandi hönnun hússins gegna stóru hlutverki.

„Það var ótrúlega góð hönnun þarna fyrir en það þarf alltaf að gefa þetta extra. Það er stór þáttur í þessu að skapa þægilegt andrúmsloft. Við blöndum á brúsa með ilmolíu við gufubaðið. Þá er hægt að spreyja ilmolíu af alls konar gerðum inn í gufubaðið. Það þarf oft ekki mikið til að gera þetta extra, en þetta extra skiptir svo gífurlega miklu máli.“Aðspurð hvort Íslendingar séu almennt mikil ‚stressþjóð‘ tekur Elín undir. „Jú, það er dálítið svoleiðis,“ svarar hún.

„Við Íslendingar eigum oft erfitt með að kúpla okkur út og þess vegna er svo mikilvægt að geta spilað þessu inn í daginn og líðanin,“ segir hún.„Við erum súpergott teymi sem erum þarna og vinnum þetta saman og starfsfólkið mitt tekur mjög vel á móti fólki. Það er alveg nauðsynlegt að hafa gott fólk í kringum sig, hvort sem það er í rekstri eða lífinu eins og það leggur sig.“