Ég hef svo ótal margar konur til að þakka fyrir, fyrirmyndir og sterka kletta. Annars vegar þær sem hafa greitt brautina, rétt mér keflið, lyft mér upp og gefið mér tækifæri og hins vegar þær sem eru ávallt til staðar og hvetja mig áfram.
Að öllum öðrum ólöstuðum langar mig að lyfta móður minni upp, Olgu Ásrúnu Stefánsdóttur. Hún hefur sýnt mér í verki að maður er aldrei of gamall til að læra eitthvað nýtt, láta drauma rætast eða breyta um starfsvettvang. Hún er drifin áfram af hjálpsemi og einlægum áhuga á fólki og hefur svo til helgað sig rannsóknum tengdum þriðja lífsskeiðinu. Hún hefur verið mér dýrmætur spegill, hvatt mig áfram til góðra verka og ávallt stutt mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.“
Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, sviðsstjóri sviðs fólks, upplýsinga og þróunar hjá Vinnueftirlitinu.