Fylgi Miðflokks­ins eykst mest allra flokka milli mánaða, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu sem mæl­ir fylgi flokka í hverj­um mánuði. Flokk­ur­inn mæl­ist nú með 11,8% fylgi en í síðasta mánuði var það 9,4%

Fylgi Miðflokks­ins eykst mest allra flokka milli mánaða, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu sem mæl­ir fylgi flokka í hverj­um mánuði. Flokk­ur­inn mæl­ist nú með 11,8% fylgi en í síðasta mánuði var það 9,4%.

Stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír halda all­ir fylgi sínu nokkuð jöfnu frá síðustu mæl­ing­um. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist næststærsti flokk­ur­inn með 16,6%, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 10,3% og Vinstri-græn­ir eru með 5,7%. Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna er því 32,6% og stend­ur í stað milli mæl­inga.

Sam­fylk­ing­in er stærsti flokk­ur­inn í könn­un­inni. Fylgið hef­ur hald­ist nokkuð jafnt milli mánaða og er nú 25,7%. Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur jafn­framt aukist mest allra flokka frá kosn­ing­um.