Fylgi Miðflokksins eykst mest allra flokka milli mánaða, samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem mælir fylgi flokka í hverjum mánuði. Flokkurinn mælist nú með 11,8% fylgi en í síðasta mánuði var það 9,4%.
Stjórnarflokkarnir þrír halda allir fylgi sínu nokkuð jöfnu frá síðustu mælingum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærsti flokkurinn með 16,6%, Framsóknarflokkurinn með 10,3% og Vinstri-grænir eru með 5,7%. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er því 32,6% og stendur í stað milli mælinga.
Samfylkingin er stærsti flokkurinn í könnuninni. Fylgið hefur haldist nokkuð jafnt milli mánaða og er nú 25,7%. Fylgi Samfylkingarinnar hefur jafnframt aukist mest allra flokka frá kosningum.