Anton Helgi Jónsson kastar fram þremur stökum á ljóðstafsdegi:
Líf við andans ysta haf
örvar kvæðaþjóðin
margt eitt skáld sem styðst við staf
staulast gegnum ljóðin.
Völt skáld stafi þurfa þrjá
þykjast forða tjóni
léttfætt önnur lánað fá
ljóðstafinn hjá Jóni.
Hví þarf staf? spyr hvefsin þjóð.
Hvikult skáldið ansar:
Utan stafa ekkert ljóð
inn á síður dansar.
Hallmundur Kristinsson var innblásinn um helgina:
Á ýmsu kann ég alveg skil,
ekkert vandamál að ríma,
býst nú við að búa til
bestu vísu allra tíma!
Svo áttaði hann sig á því að vísan var stæld og stolin frá honum sjálfum! Árið 2014 orti hann á Boðnarmiði:
Ég vil gera á einu skil,
oft er þetta snúin glíma:
Berst ég við að búa til
bestu vísu allra tíma!
Hagyrðingum hefur oft orðið að yrkisefni hvað þeim þykir best. Eftir komu Björns Blöndals til bónda í Fljótum, þar sem leitin bar engan árangur, enda bóndinn haft spurnir af ferðum sýslumanns, orti Stefán Stefánsson frá Móskógum:
Bakkus vandar víða bú.
Við það standa hljótum
að besta landann bruggar þú
brautryðjandi í Fljótum.
Að líkindum hefur Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi á Kjalarnesi verið að tala um skáldskap sinn fremur en hannyrðir er hann orti:
Varð mér á að vefa lín
þó væri þráður brunninn.
Oft var besta ullin mín
illa kembd og spunnin.
Látra-Björg kunni vel við sig í Bárðardalnum:
Bárðardalur er besta sveit
þótt bæja sé langt á milli.
Þegið hef ég í þessum reit
þrálega magafylli.
Jón Pálmason þingmaður var í engum vafa um hvað honum þótti best:
Ef við leitum ljómans hjá
lýðveldinu unga,
enn er besta eignin þá
okkar fagra tunga. Guðmundsson var ánægður með hvernig til tókst í þessari vísu:¶ Hárin mér á höfði rísa¶ hugsi ég um vænleik þinn.¶ Þetta er annars ágæt vísa¶ einkum seinni parturinn.¶ Þegar ölið þvarr og gleðin dvínaði orti Tómas þessa ferskeytlu:¶ Áður löngum ljúfum hljóm¶ léku vísnabrotin.¶ Nú eru glösin næstum tóm,¶ nú er gleðin þrotin.¶ Pétur Blöndal¶ p.blondal@gmail.com¶ Pétur Blöndal¶ p.blondal@gmail.com