Þakklæti er stórt orð, sennilega orð sem ég hugsa ekki of oft um. Og hvar skal byrja. Á bak við hverja manneskju eru svo margir sem hafa komið að mótun manneskjunnar. Föðuramma mín og nafna, Ingibjörg, sem kenndi mér að meta náttúruna og rækta jarðveginn

Þakklæti er stórt orð, sennilega orð sem ég hugsa ekki of oft um. Og hvar skal byrja. Á bak við hverja manneskju eru svo margir sem hafa komið að mótun manneskjunnar. Föðuramma mín og nafna, Ingibjörg, sem kenndi mér að meta náttúruna og rækta jarðveginn. Sem kynnti mig fyrst fyrir dýrum sem urðu mín ær og kýr. Móðuramma mín sem var alltaf með nýjustu strauma og stefnur í tískuheiminum á hreinu og var mín fyrirmynd í framkomu.

Mamma sem var klettur, verndaði börnin sín sem voru hennar stolt. Systir mín, sem með stóran barnahóp fluttist til Bandaríkjanna og lærði læknisfræði í einum besta skóla í heimi. Nú eða vinkonurnar, vinahóparnir, FKA, allar þessar kjarnakonur.

Mitt þakklætisbréf er til allra þessara kvenna. Þeirra vegna er ég.“

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri, hundaræktandi, eigandi Gæludýr.is og gjaldkeri FKA.