Tyrkneska þingið samþykkti í gærkvöldi að veita Svíum aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Eiga nú aðeins Ungverjar eftir að samþykkja aðildarumsóknina svo Svíar geti formlega gengið í varnarbandalagið
Tyrkneska þingið samþykkti í gærkvöldi að veita Svíum aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Eiga nú aðeins Ungverjar eftir að samþykkja aðildarumsóknina svo Svíar geti formlega gengið í varnarbandalagið.
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svía, var að vonum ánægður með niðurstöðuna. „Í dag erum við einu skrefi nær því að verða fullgilldir meðlimir NATO,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum X.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fagnaði sömuleiðis ákvörðun tyrkneska þingsins og hvatti Ungverja til að fylgja fordæmi Tyrkja. » 11