— Ljósmynd/Silla Páls
Það eru svo margar konur sem ég gæti þakkað, konur sem ég lít upp til, konur sem hafa barist og rutt veginn fyrir mig og konur sem sýna jákvæðni og umhyggju þrátt fyrir erfiðleika. Ég get valið úr svo mörgum mögnuðum konum en ég enda alltaf með þá sömu, Maríu Richter, sem er einmitt móðir mín

Það eru svo margar konur sem ég gæti þakkað, konur sem ég lít upp til, konur sem hafa barist og rutt veginn fyrir mig og konur sem sýna jákvæðni og umhyggju þrátt fyrir erfiðleika.

Ég get valið úr svo mörgum mögnuðum konum en ég enda alltaf með þá sömu, Maríu Richter, sem er einmitt móðir mín. Mamma mín ruddi nefnilega veginn fyrir mig, meira en nokkur önnur.

Hún barðist fyrir mig, bókstaflega, fórnaði miklu, er enn minn helsti ráðgjafi og trúnaðarvinur og kenndi mér mikilvægar lífsreglur sem ég fylgi enn í dag. Hún vann alltaf mikið ásamt því að sjá um heimilið og byggði meira að segja æskuheimilið mitt (með föður mínum) kasólétt að mér.

Samt var hún alltaf til staðar og er það enn.

Takk mamma, fyrir allt.“

Andrea Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Heilsulausna, hjúkrunarfræðingur og ritari FKA.