Sterk Isabella Ósk Sigurðardóttir er góður fengur fyrir Njarðvík.
Sterk Isabella Ósk Sigurðardóttir er góður fengur fyrir Njarðvík. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Landsliðskonan Isabella Ósk Sigurðardóttir hefur gert samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og mun leika með liðinu út leiktíðina. Hún kemur til Njarðvíkur frá Panseraikos í grísku B-deildinni

Landsliðskonan Isabella Ósk Sigurðardóttir hefur gert samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og mun leika með liðinu út leiktíðina. Hún kemur til Njarðvíkur frá Panseraikos í grísku B-deildinni. Þar á undan lék hún með Zadar í efstu deild í Króatíu. Áður en hún hélt utan lék hún með Njarðvík tímabilið 2022/23 en hún er uppalin hjá Breiðabliki. Isabella er 26 ára framherji og hefur einnig leikið með South Adelaide Panthers í Ástralíu.