Óstinnur er sá sem er linur, ekki stæltur, hafi það nú verið einhverjum hulið. Orðtakið að taka e-ð óstinnt upp (fyrir e-m) þýðir að taka e-u illa, reiðast e-u (gagnvart e-m) eða láta sér mislíka. Maður tekur þetta óstinnt upp – ekki…
Óstinnur er sá sem er linur, ekki stæltur, hafi það nú verið einhverjum hulið. Orðtakið að taka e-ð óstinnt upp (fyrir e-m) þýðir að taka e-u illa, reiðast e-u (gagnvart e-m) eða láta sér mislíka. Maður tekur þetta óstinnt upp – ekki „þessu“ því „hvorki samræmist það uppruna né málvenju“ segir Mergur málsins.