Ég hef haft þann sið síðustu ár að setjast niður fyrir jólin og fara yfir árið til að vera meðvituð um þær fyrirmyndir sem hafa haft áhrif á líf mitt. Á aðventunni heimsæki ég þær með það að markmiði að þakka þeim fyrir að vera perlurnar í festinni minni.
Að sjálfsögðu er mamma mín, Sigrún Hauksdóttir, skærasta stjarnan þar. Hún jú fæddi mig, fræddi og klæddi.
Það sem ég er alltaf að verða meira og meira meðvituð um er hve mikil forréttindi það eru að eiga mömmu sem hefur alltaf gert hlutina á sinn einstaka hátt, fer út fyrir boxið alla daga og stendur með sér og sínum fram í rauðan dauðann.
Fyrirmyndir í mínu lífi eru óteljandi og ómögulegt að nefna þær allar en það eru forréttindi að eiga mömmu eins og þig.
Þú ert mitt leiðandi stjörnuljós í lífinu.“
Helga Björg Steinþórsdóttir, meðstofnandi og meðeigandi AwareGo.