Vetur konungur er hvergi á förum og nýttu þessir nemendur Hörðuvallaskóla tækifærið og skelltu sér á sleða í brekku nærri skólanum. Snjór féll allvíða á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt en hiti var við frostmark í gær og viðraði því vel til útivistar
Vetur konungur er hvergi á förum og nýttu þessir nemendur Hörðuvallaskóla tækifærið og skelltu sér á sleða í brekku nærri skólanum. Snjór féll allvíða á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt en hiti var við frostmark í gær og viðraði því vel til útivistar. Útlit er fyrir austlæga eða breytilega átt í dag og él. Skýjað verður að mestu og frost 2 til 9 stig en snjókoma með köflum austan til á landinu.