Ekki stendur til að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fari í ríkisheimsókn til Danmerkur í kjölfar krýningar nýs þjóðhöfðingja, Friðriks X. Danakonungs, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands
Ekki stendur til að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fari í ríkisheimsókn til Danmerkur í kjölfar krýningar nýs þjóðhöfðingja, Friðriks X. Danakonungs, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands. Hefðin býður hins vegar að nýkjörinn þjóðhöfðingi Íslands fari í sína fyrstu ríkisheimsókn til Danmerkur eftir að hann tekur við embætti. Það hafa allir forsetar lýðveldisins gert fram til þessa, að Sveini Björnssyni undanskildum. Síðan liggja fyrir heimsóknir til hinna norrænu landanna í kjölfarið.