Hvalaskoðun hefur gengið framar vonum í janúarmánuði við höfuðborgarsvæðið að sögn Rannveigar Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Um fjórir hvalir hafa heilsað ferðamönnum daglega undanfarnar tvær vikur
Hvalaskoðun hefur gengið framar vonum í janúarmánuði við höfuðborgarsvæðið að sögn Rannveigar Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Um fjórir hvalir hafa heilsað ferðamönnum daglega undanfarnar tvær vikur. „Það sjást hvalir í öllum ferðum, sem er mjög sérstakt í janúar,“ segir Rannveig. Hún segir hvalaskoðunarbátana ekki þurfa að sækja langt þar sem hvalir sjáist nú meðal annars beint fyrir utan Reykjavíkurhöfn en einnig kringum Engey og Lundey.