Úrslit Dagur Sigurðsson er kominn í úrslit með japanska landsliðið.
Úrslit Dagur Sigurðsson er kominn í úrslit með japanska landsliðið. — AFP/Cristof Stache
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í karlalandsliði Japans í handbolta eru komnir í úrslit Asíumótsins í Barein eftir 20:17-sigur á heimamönnum í gær. Var um Íslendingaslag að ræða því Aron Kristjánsson þjálfar Barein

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í karlalandsliði Japans í handbolta eru komnir í úrslit Asíumótsins í Barein eftir 20:17-sigur á heimamönnum í gær. Var um Íslendingaslag að ræða því Aron Kristjánsson þjálfar Barein. Japan mætir Katar í úrslitum á morgun. Barein mætir Kúveit í leiknum um þriðja sætið. Japan lék síðast til úrslita um Asíumeistaratitilinn árið 2004. Katar hefur unnið fimm síðustu mót.