Þakklæti er efst í huga þegar ég hugsa um að vera komin á þriðja æviskeiðið, sem er ekki sjálfgefið. Að vera 63 ára, full af orku með góða heilsu og í fullri vinnu sem ég hlakka til að mæta til á degi hverjum.
Móðir mín, Ingibjörg Elíasdóttir, 96 ára, er sú kona hefur haft mest áhrif á mig. Eðlilega kemur hún úr allt öðru umhverfi en ég og þurfti að hafa mjög mikið fyrir hlutunum.
Hún hefur kennt mér að vinnan göfgar manninn og það var ekki algengt að vera með lykil um hálsinn, koma heim eftir skóla og enginn heima.
Mamma var samt alltaf til staðar, hefur ávallt stutt við bakið á mér og kenndi mér að réttlæti og heiðarleiki eru miklir mannkostir. Ég er full þakklætis að geta hringt í hana ennþá á hverjum degi.“
Guðrún Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fastus og varaformaður FKA.