— Ljósmynd/Hulda Margrét
Íslenskar konur hafa verið mínir mestu bakhjarlar síðan ég kom til landsins. Ég átti kannski ekki frábært samband við konur í æsku og hef því aldrei hleypt þeim að mér. Það var ekki fyrr en ég kom til Íslands að það fór að breytast því ég fann að þær sýndu mér öryggi og kærleika

Íslenskar konur hafa verið mínir mestu bakhjarlar síðan ég kom til landsins.

Ég átti kannski ekki frábært samband við konur í æsku og hef því aldrei hleypt þeim að mér. Það var ekki fyrr en ég kom til Íslands að það fór að breytast því ég fann að þær sýndu mér öryggi og kærleika.

Ég gæti nefnt svo margar konur í FKA sem hafa opnað dyr fyrir mér en í dag vil ég þakka Steinunni Bergsteinsdóttur. Steinunn tók mig undir væng sinn og tók mig og dóttur mína inn í fjölskylduna.

Hún sá hvað í mér bjó og hvatti mig til að hugsa stórt.

Steinunn er myndlistarkona á þriðja æviskeiði sem sannar að hugvitssemi er ekki háð aldri. Hún hefur átt langan og aðdáunarverðan feril og heldur enn myndlistarsýningar og skapar ótrúlega list.“

Grace Achieng, stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic.