Norður
♠ D9
♥ K43
♦ 1083
♣ D7532
Vestur
♠ K832
♥ 10875
♦ Á96
♣ 109
Austur
♠ G64
♥ 6
♦ KDG7542
♣ G4
Suður
♠ Á1075
♥ ÁDG92
♦ –
♣ ÁK86
Suður spilar 7♣.
„Svona talar maður ekki, Óskar – konur eru fallegar, ekki slemmur.“ Meistarakeppnin var byrjuð í Hörpu og félagarnir þrír sátu við tölvuna og fylgdust með á BBO. Það var léttleiki í loftinu og Gölturinn gat ekki stillt sig um smá stríðni þegar Óskar ugla hafði orð á því að 7♣ væri „falleg“ slemma.
Kalita og Klukowski voru í NS. Austur passaði allan tímann og Klukowski í suður opnaði á pólsku víðáttulaufi. Kalita svaraði á grandi, Klukowski krafði í geim með 2♦ og Kalita sýndi lágmark með 2♥. Klukowski sagði þá 2♠ eðlilega og Kalita 3♣, sem Klukowski hækkaði í fjögur. Þegar Kalita sýndi nú fyrirstöðu í hjarta tékkaði Klukowski á trompdrottningu og sagði sjö þegar hún reyndist til staðar.
„Og hvað eru þá svona slemmur?“ spurði Óskar.
„Þær eru huggulegar.“