Fagnaðarlæti Slóveninn Miha Zarabec fagnar marki í sigrinum glæsilega gegn Danmörku á Evrópumóti karla í handbolta í Hamborg í gær.
Fagnaðarlæti Slóveninn Miha Zarabec fagnar marki í sigrinum glæsilega gegn Danmörku á Evrópumóti karla í handbolta í Hamborg í gær. — AFP/Odd Andersen
Slóvenía tryggði sér þriðja sæti milliriðils tvö á EM karla í handbolta með 28:25-sigri á heimsmeisturum Danmerkur í Hamborg í gær. Var tapið það fyrsta hjá Danmörku á mótinu, sem hafði þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum

Slóvenía tryggði sér þriðja sæti milliriðils tvö á EM karla í handbolta með 28:25-sigri á heimsmeisturum Danmerkur í Hamborg í gær. Var tapið það fyrsta hjá Danmörku á mótinu, sem hafði þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum. Kristjan Horzen skoraði sex mörk fyrir Slóveníu.

Þar sem Portúgal náði aðeins í jafntefli gegn Hollandi, 33:33, var ljóst að Slóveníu myndi nægja sigur til að fara upp í þriðja sætið. Þátttöku Portúgals á mótinu er því lokið með fjórða sæti milliriðilsins. Luis Frade og Martim Costa skoruðu átta hvor fyrir Portúgal. Rutger ten Velde gerði sjö fyrir Holland.

Þá vann Noregur óvænt tíu marka stórsigur á Svíþjóð í lokaleik riðilsins, 33:23. Leikurinn skipti litlu máli þar sem Svíþjóð var örugg með annað sæti og sæti í undanúrslitum og Noregur gat hvorki endað ofar né neðar en í fimmta sæti riðilsins. Alexander Blonz skoraði ellefu mörk fyrir Noreg.