Á tímamótum sem þessum þegar Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, fagnar 25 ára afmæli sínu er við hæfi að þakka þeim sem hafa rutt brautina og þeim sem standa okkur næst. Stjórn FKA fer með æðsta vald í málefnum félagsins, skipuð konum kjörnum á aðalfundi
Á tímamótum sem þessum þegar Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, fagnar 25 ára afmæli sínu er við hæfi að þakka þeim sem hafa rutt brautina og þeim sem standa okkur næst. Stjórn FKA fer með æðsta vald í málefnum félagsins, skipuð konum kjörnum á aðalfundi. Þessar stjórnarkonur voru fengnar til að skrifa þakklætisbréf til konu sem hefur verið til staðar í þeirra lífi í leik og starfi. Konu sem hefur haft áhrif á þær, stutt eða hjálpað að þroskast.
Það var ekki auðvelt fyrir þær að velja eina konu enda sagði engin að þetta ætti að vera auðvelt.