[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jóhanna Maggý er heilsumarkþjálfi, rithöfundur og pílateskennari sem á undanförnum árum hefur vakið lukku á samfélagsmiðlum þar sem hún er með yfir 143 þúsund fylgjendur. Falleg kamína prýðir stofuna Eignin er alls 138 fm og samanstendur af kjallara, miðhæð og risi

Jóhanna Maggý er heilsumarkþjálfi, rithöfundur og pílateskennari sem á undanförnum árum hefur vakið lukku á samfélagsmiðlum þar sem hún er með yfir 143 þúsund fylgjendur.

Falleg kamína prýðir stofuna

Eignin er alls 138 fm og samanstendur af kjallara, miðhæð og risi. Þar að auki stendur 25 fm vinnustofa á lóðinni sem reist var árið 1999 og er í sama stíl og húsið.

Mikill sjarmi er yfir eigninni sem státar af fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Í stofunni er hlaðinn skorsteinn sem gefur rýminu skemmtilegan karakter, en við skorsteininn er sérlega falleg kamína sem setur punktinn yfir i-ið.

Hús „ömmunnar í Grjótaþorpinu“

Á fasteignavef mbl.is kemur fram að Laufey Jakobsdóttir hafi búið í húsinu á árunum 1976-1995, en allir könnuðust við hana sem „ömmuna í Grjótaþorpinu“. Laufey var einn af stofnendum Kvennalistans, heiðursfélagi í Dýraverndunarfélagi Íslands og sinnti málefnum aldraðra.

Hún var einnig þekkt fyrir störf sín í þágu ungmenna í miðborg Reykjavíkur og þaðan kemur nafngiftin „amman í Grjótaþorpinu“. Hinn 17. júní 1996 var Laufey sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Hægt er að skoða húsið nánar á fasteignavef mbl.is.