— AFP/Loic Venance
Franskir bændur hafa mótmælt hækkun eldsneytisskatts undanfarna daga. Bændurnir hafa lokað fyrir umferð og mótmælt við opinberar byggingar víðsvegar um Frakkland. Áform ríkisstjórnarinnar um hækkun skatts á eldsneyti er sögð hafa ýft upp langvarandi gremju bænda í garð stjórnvalda

Franskir bændur hafa mótmælt hækkun eldsneytisskatts undanfarna daga. Bændurnir hafa lokað fyrir umferð og mótmælt við opinberar byggingar víðsvegar um Frakkland. Áform ríkisstjórnarinnar um hækkun skatts á eldsneyti er sögð hafa ýft upp langvarandi gremju bænda í garð stjórnvalda.

Bændur segja stöðu sína ómögulega. Umhverfisreglur geri illt verra þegar verðsamkeppni stórmarkaða og iðnaðarbúskapur dragi nú þegar úr möguleikum þeirra á að lifa á starfsgrein sinni.

Svipuð mótmæli hafa verið í Þýskalandi, Hollandi og Póllandi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur sagt að vaxandi sundrung í málefnum landbúnaðar sé áhyggjuefni.