Akureyri Ágúst Ágústsson úr SA á svellinu á Akureyri í gærkvöldi.
Akureyri Ágúst Ágústsson úr SA á svellinu á Akureyri í gærkvöldi. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Skautafélag Akureyrar styrkti stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í íshokkí í gærkvöldi er liðið vann 6:2-heimasigur á SR í Skautahöllinni á Akureyri. SA er nú með 39 stig, 15 stigum meira en SR og með deildarmeistaratitilinn svo gott sem vísan

Skautafélag Akureyrar styrkti stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í íshokkí í gærkvöldi er liðið vann 6:2-heimasigur á SR í Skautahöllinni á Akureyri. SA er nú með 39 stig, 15 stigum meira en SR og með deildarmeistaratitilinn svo gott sem vísan. Unnar Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir SA og þeir Róbert Hafberg, Arnar Kristjánsson, Hafþór Sigrúnarson og Jóhann Leifsson komust einnig á blað. Filip Krzak og Gunnlaugur Þorsteinsson gerðu mörk SR.