Lára Kristín Pedersen, landsliðskona í knattspyrnu og Íslandsmeistari með Val síðustu þrjú ár, samdi í gær við Fortuna Sittard í Hollandi til loka tímabilsins þar. Fortuna er í 3. sæti, á eftir Twente og Ajax, þegar deildin er hálfnuð
Lára Kristín Pedersen, landsliðskona í knattspyrnu og Íslandsmeistari með Val síðustu þrjú ár, samdi í gær við Fortuna Sittard í Hollandi til loka tímabilsins þar. Fortuna er í 3. sæti, á eftir Twente og Ajax, þegar deildin er hálfnuð. Lára er 29 ára og hefur leikið 216 leiki í efstu deild með Val, KR, Stjörnunni og Aftureldingu, og þá lék hún hálft tímabil með Napoli á Ítalíu. Með Fortuna leika einnig Hildur Antonsdóttir og María Ólafsdóttir Gros.