Kjalar Martinsson Kollmar
Kjalar Martinsson Kollmar
Dægurflugur í hádeginu er ný tónleikaröð sem Borgarbókasafnið stendur fyrir í samstarfi við Leif Gunnarsson kontrabassaleikara. Fyrstu tónleikarnir verða í dag, föstudaginn 26. janúar, kl. 12.15-13 á Borgarbókasafninu Gerðubergi og á morgun, laugardaginn 27

Dægurflugur í hádeginu er ný tónleikaröð sem Borgarbókasafnið stendur fyrir í samstarfi við Leif Gunnarsson kontrabassaleikara. Fyrstu tónleikarnir verða í dag, föstudaginn 26. janúar, kl. 12.15-13 á Borgarbókasafninu Gerðubergi og á morgun, laugardaginn 27. janúar, kl. 13.15-14, í útibúi safnsins í Spönginni.

Þar munu Leifur og píanóleikarinn og söngvarinn Kjalar Martinsson Kollmar flytja sín uppáhalds Bítlalög. „Verður gripið í verk þvert á feril hljómsveitarinnar með það að leiðarljósi að taka saman huggulega dagskrá með frekar óhefðbundinni hljóðfæraskipan,“ segir í tilkynningu frá Borgarbókasafni. Þar kemur fram að Kjalar hafi að undanförnu vakið athygli fyrir þátttöku sína í Idol stjörnuleit og Söngvakeppni sjónvarpsins en hann hafi einnig verið ötull í djasssenunni.