Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, Örn Arnarson, er ósáttur við hvernig sumir fjölmiðlar hafa að undanförnu látið Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra komast upp með að fegra fjárhagsstöðu borgarinnar í samanburði við önnur sveitarfélög.

Fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, Örn Arnarson, er ósáttur við hvernig sumir fjölmiðlar hafa að undanförnu látið Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra komast upp með að fegra fjárhagsstöðu borgarinnar í samanburði við önnur sveitarfélög.

Örn segir að ekki þurfi annað en að fara inn á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga til að sjá að fullyrðingar Dags um fjárhaginn standist ekki. Þá megi sjá hver staða borgarinnar er með því að lesa skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs borgarinnar með nýjasta uppgjöri hennar.

Fjölmiðlarýnirinn segir að „þeir sem ætla að fjalla um fjármál Reykjavíkurborgar með sanngjörnum hætti eiga erfitt með að komast að annarri niðurstöðu en að borgin sé í fjárhagskröggum.

Endurbættar fjárhagsáætlanir sem sýna undraverðan viðsnúning á stuttum tíma breyta engu þar um. Þær munu ekki standast frekar en fyrri áætlanir.“

Þetta segir fjölmiðlarýnirinn að sé „arfleifð Dags í fjármálum borgarinnar og hún breytist ekki þó að öðru sé haldið fram. Hvorki tölurnar né skuldabréfamarkaðurinn lýgur í þeim efnum en sem kunnugt er hefur borgin ekki getað staðið við áætlanir sínar um stækkanir skuldabréfaflokka nema á afarkjörum.“