Opnun Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ávarp við opnun Lífsbrúar.
Opnun Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ávarp við opnun Lífsbrúar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hér á landi deyja árlega að meðaltali 39 einstaklingar í sjálfsvígi. Meira en helmingur þeirra er yngri en 50 ára og sjálfsvígstíðni er þrefalt hærri meðal karla en kvenna hér á landi. Þetta er meðal þess sem kom fram í kynningu í gær í húsnæði…

Hér á landi deyja árlega að meðaltali 39 einstaklingar í sjálfsvígi. Meira en helmingur þeirra er yngri en 50 ára og sjálfsvígstíðni er þrefalt hærri meðal karla en kvenna hér á landi.

Þetta er meðal þess sem kom fram í kynningu í gær í húsnæði landlæknis á Lífsbrú, miðstöð sjálfsvígsforvarna, og Lífsbrú – sjóði. Hvort tveggja er starfrækt undir merkjum embættis landlæknis. Markmið Lífsbrúar er að vinna að sjálfsvígsforvörnum í samræmi við samþykkta aðgerðaáætlun stjórnvalda frá árinu 2018.

Á kynningunni flutti Alma D. Möller inngangsorð og ávörp fluttu Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráherra. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna og Högni Óskarsson geðlæknir og ráðgjafi sögðu frá Lífsbrú.