— Morgunblaðið/Eggert
„Við höfum boðið upp á þetta hérna í líklega fimmtíu ár. Þetta er fjölskylduhefð,“ segir Pétur Alan Guðmundsson kaupmaður í Melabúðinni en hann var að afgreiða þorramat úr kjötborðinu þegar ljósmyndara blaðsins bar að garði í gær

„Við höfum boðið upp á þetta hérna í líklega fimmtíu ár. Þetta er fjölskylduhefð,“ segir Pétur Alan Guðmundsson kaupmaður í Melabúðinni en hann var að afgreiða þorramat úr kjötborðinu þegar ljósmyndara blaðsins bar að garði í gær. Bóndadagur er í dag og markar hann upphaf þorra.

Þorramaturinn sjálfur hefur þó verið vinsæll nánast allan janúar, að sögn Péturs. „Hjá okkur geturðu valið það sem þér þykir gott og situr þá ekki uppi með annað. Hægt er að fá súrt eða ekki. Við erum með heitt slátur og heit svið svo dæmi séu tekin, en erum einnig með hákarl og súran hval. Ég held að fólki finnist heimilislegt að geta valið úr frekar en að kaupa vakúmpakkað.“