Reynsla Sveitarmeðlimir Shogun árið 2008.
Reynsla Sveitarmeðlimir Shogun árið 2008. — Morgunblaðið/Eggert
Það vorar snemma í íslensku þungarokkssenunni. Fjöldi tónleika er á dagskrá á næstunni og mun ljósvaki gera sitt allra besta til þess að fara á sem flesta þeirra. Um aðra helgi verður Devine Defilement með útgáfutónleika í…

Gunnar Egill Daníelsson

Það vorar snemma í íslensku þungarokkssenunni. Fjöldi tónleika er á dagskrá á næstunni og mun ljósvaki gera sitt allra besta til þess að fara á sem flesta þeirra.

Um aðra helgi verður Devine Defilement með útgáfutónleika í Tónlistarþróunarmiðstöðinni, þar sem Shogun hitar meðal annars upp með sínum fyrstu tónleikum í sjö ár.

Tæpri viku síðar verður Une Misere með útgáfutónleika á Kex hosteli og þar ætlar Emmsjé Gauti að hita upp. Það verður í það minnsta forvitnilegt að sjá hvernig það fer saman.

Snemma í mars fer ReykjaDoom-hátíðin fram á Gauknum þar sem frábærar sveitir á borð við Konvent troða upp. Mánuði síðar stendur Reykjavík Deathfest fyrir alvöru vorfagnaði á Gauknum sem ber heitið Spring Slaughter. Þar stíga þýsku sveitirnar Stillbirth og Cytotoxin á svið ásamt fjölda frábærra íslenskra og erlendra hljómsveita.

Lesendur klóra sér eflaust margir hverjir í kollinum yfir upptalningunni á ofangreindum sveitum en ljósvaki lofar að allar eru þær fyrsta flokks. Svo er fátt betra en að þeyta flösu á þungarokkstónleikum, sérstaklega um hávetur.

Höf.: Gunnar Egill Daníelsson