Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið en bilanir á vélum fyrirtækisins hafa ítrekað komið í ljós. Nýjasta atvikið átti sér stað þegar framhjól á vél Boeing rann undan henni við flugtak. Nýlega féll einnig hurð af annarri tegund vélar úr smiðju framleiðandans í miðri flugferð. 171 flugvél af þessari gerð var kyrrsett í Bandaríkjunum. Rannsóknir sýndu að margir lausir boltar voru í vélum félagsins.
Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mætti til yfirheyrslu á bandaríska þinginu þar sem hann sagði fyrirtækið standa frammi fyrir mikilvægum spurningum um öryggisstaðla.