Ólafur Þór Hauksson
Ólafur Þór Hauksson
Fimm starfs­menn frá embætti héraðssak­sókn­ara eru nú stadd­ir í Namib­íu. Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari staðfesti það í sam­tali við mbl.is í gær en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um til­gang ferðar­inn­ar eða er­indi starfs­mann­anna þar í landi

Fimm starfs­menn frá embætti héraðssak­sókn­ara eru nú stadd­ir í Namib­íu. Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari staðfesti það í sam­tali við mbl.is í gær en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um til­gang ferðar­inn­ar eða er­indi starfs­mann­anna þar í landi.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins eru starfs­menn­irn­ir stadd­ir í Wind­hoek, höfuðborg Namib­íu. Gera má ráð ­fyr­ir að ferðin teng­ist rann­sókn embætt­is­ins á meint­um brot­um út­gerðarfé­lags­ins Sam­herja. Héraðssak­sókn­ari hef­ur haft málið til rann­sókn­ar í rúm fjög­ur ár. Átta manns hafa haft stöðu sakbornings.