Safn British Museum bætist í hóp safna sem skila aftur gripum.
Safn British Museum bætist í hóp safna sem skila aftur gripum. — AFP/Daniel Leal
British Museum og Victoria and Albert Museum í Lundúnum munu lána Gana gull- og silfurgripi sem rænt var á nýlendutímanum frá konungi Asante-fólks í Gana. Samningur um langtímalán á krúnudjásnunum kemur i kjölfar þrýstings á söfn og stofnanir um…

British Museum og Victoria and Albert Museum í Lundúnum munu lána Gana gull- og silfurgripi sem rænt var á nýlendutímanum frá konungi Asante-fólks í Gana.

Samningur um langtímalán á krúnudjásnunum kemur i kjölfar þrýstings á söfn og stofnanir um heim allan til að skila afrískum gripum sem nýlenduveldi tóku traustataki. Um er að ræða 32 gripi, þar á meðal veldissprota, gullmerki og skart.