Fyrir 4-6 500 g innralæri af nauti salt og pipar eftir smekk 2 stk. rauðlaukur, smátt skorinn 3 msk. svínafeiti til steikingar (fæst í t.d. verslunum með matvöru frá Póllandi – heitir smalec á pólsku, zsír á ungversku) – annars hægt að nota olíu eða smjörlíki

Fyrir 4-6

500 g innralæri af nauti

salt og pipar eftir smekk

2 stk. rauðlaukur, smátt skorinn

3 msk. svínafeiti til steikingar (fæst í t.d. verslunum með matvöru frá Póllandi – heitir smalec á pólsku, zsír á ungversku) – annars hægt að nota olíu eða smjörlíki.

2 msk. ungverskt paprikuduft (sætt, ekki sterkt)

2 tsk. kummín-krydd

2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

2 tómatar skornir í teninga

1-2 lárviðarlauf

2 stk. papríka, skorin í tenginga

Rótargrænmeti eftir smekk, t.d.:

100 g kartöflur skornar í teninga

1 stór gulrót skorin í sneiðar

1 stk. nípa skorin í sneiðar

100 g sellerírót skorin í teninga

100 g rófur skornar í teninga

Vatn

Hreinsið kjötið, skerið í litla teninga og kryddið með salti og smá pipar. Bræðið svínafeitina í stórum potti og steikið laukinn yfir vægum hita þar til hann er glær. Bætið kjötinu út í og steikið yfir vægum hita þar til það er ljóst allan hringinn. Takið pottinn af hellunni og hrærið saman við paprikudufti, kummínkryddi, söxuðum hvítlauknum. Hellið um það bil 500 ml af vatni yfir, eða þar til rétt flæðir yfir kjötið. Bætið við tómötum og papriku og lárviðarlaufi. Sjóðið við vægan hita í u.þ.b. 1,5 klst. Bætið þá við rótargrænmetinu en skiljið kartöflurnar eftir. Sjóðið í um 10 mínútur í viðbót, bætið þá við kartöflunum og sjóðið í enn aðrar 10 mínútur.

Hefðbundið er að bera fram með franskbrauði.

Frá alberteldar.is.