Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
Björn Bjarnason, fv. dómsmálaráðherra og einn fremsti utanríkismálasérfræðingur landsins, skrifar um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og hvernig þau hríslast að óvörum til Íslands.

Björn Bjarnason, fv. dómsmálaráðherra og einn fremsti utanríkismálasérfræðingur landsins, skrifar um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og hvernig þau hríslast að óvörum til Íslands.

Hann skrifar: „Aldagömul heift dreifist nú út fyrir átakasvæðið milli Ísraela og Hamas-liða með flótta- og farandfólki frá Palestínu eins og við sjáum hér. Íslensk lög og stjórnvöld hafa skapað þessu fólki meira svigrúm en það nýtur til dæmis annars staðar á Norðurlöndunum enda er sókn þess meiri hingað en til þeirra landa.

Þessi gestrisni hefur ekki valdið háværum ágreiningi hér fyrr en nú. Ástæðan fyrir spennunni núna er einföld: Palestínuvinir á Íslandi ganga fram af fólki. Stjórnendur opinberra funda í Háskóla Íslands hafa liðið þeim að eyðileggja mannamót þar með yfir­gangi. Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur heimilaði að Austurvelli yrði breytt í tjaldsvæði þar sem íslenski fáninn liggur eins og hvert annað drasl.

Ofstæki hér gegn Ísraelum stuðlar ekki að friði eða frelsi Palestínumanna.

Lýðræðisleg stjórnvöld í Ísrael sæta þrýstingi frá sínu heimafólki og verða að taka tillit til þess. Hamas-stjórn á Gaza þolir enga andstöðu. Engum dettur í hug að snúa sér til hennar með ósk um mannúð. Þess í stað er öskrað á íslenska ráðamenn á Austurvelli. Ófriður er fluttur til Íslands í stað þess að vinna að friði þar sem barist er.“