Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson er í námi í Royal Northern College of Music í Manchester en hann var í viðtali í Skemmtilegri leiðin heim. Már gaf út lagið Mér finnst ég bara eiga það skilið fyrir jólin og fékk engan annan en Þórhall Sigurðsson,…

Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson er í námi í Royal Northern College of Music í Manchester en hann var í viðtali í Skemmtilegri leiðin heim. Már gaf út lagið Mér finnst ég bara eiga það skilið fyrir jólin og fékk engan annan en Þórhall Sigurðsson, betur þekktan sem Ladda, í lið með sér. „Lagið var ekki samið sem jólalag. En við gerðum smávægilegar breytingar á textanum og þetta varð „spot-on“ jólalag. Ég heyrði Ladda fyrir mér í þessu, léttur húmor og viðeigandi. Svo ég tók upp tólið og hringdi í vin minn Ladda og hann var til í þetta,“ sagði hann. „Þessi jólalög fjalla flest um að þú finnir ástina um jólin, eða einhver hættir með þér um jólin eða þú ert á leiðinni heim, svolítið sama sagan. Það gleymist eiginlega að jólin geta alveg verið djöfulsins vesen.“ Lestu meira á K100.is.