Ólafsvallakirkja í Árnesprófastsdæmi
Ólafsvallakirkja í Árnesprófastsdæmi — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
AKRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldmessa kl. 20, messuferð frímúrara. Bræður úr frímúrarastúkunni Akri munu aðstoða í messunni, Kór Akursbræðra syngur, organisti er Hilmar Örn Agnarsson

AKRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldmessa kl. 20, messuferð frímúrara. Bræður úr frímúrarastúkunni Akri munu aðstoða í messunni, Kór Akursbræðra syngur, organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir. Kaffisopi í Vinaminni á eftir

AKUREYRARKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur. Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti.

ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnarsdóttur og Thelmu Rósar Arnarsdóttur. Kaffi og spjall eftir stundina.

ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 13. Emma Eyþórsdóttir og Þorsteinn Jónsson sjá um samverustund sunnudagaskólans. Séra Hjalti Jón Sverrisson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Hressing í Ási eftir messu.

BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Vilborg Ólöf djákni , Þórarinn og Þórey María. Messa kl 14 í Bessastaðakirkju. Heimsókn frá Dómkirkjunni. Dómkórinn syngur, organistar eru Guðmundur Sigurðsson og Ástvaldur Traustason. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar. Sr. Elínborg Sturludóttir, Vilborg Ólöf Sigurðardóttir djákni og sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjóna fyrir altari.

BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Kvöldmessa kl. 20. Sveinn Arnar Sæmundsson organisti og kirkjukór Reynivallaprestakalls leiða sálmasöng. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kvöldmáltíðarsakramentið borið fram.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina ásamt Nönnu Birgisdóttur Hafberg. Benedikt Guðmundsson leikur undir söng. Kaffisopi, djús og kex eftir stundina.

BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Sólveig, Iðunn og sr. Þorvaldur leiða stundina. Antonía Hevesí leikur undir. Eyjamessa kl. 13. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja við undirleik Ástu Haraldsdóttur organista. Védís Guðmundsdóttir leikur á þverflautu. Rósalind Gísladóttir, Dagur Sigurðarson og Þorsteinn Lýðsson syngja. Rúnar Ingi leikur. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson prédikar. Sr. Þorvaldur Víðisson þjónar ásamt messuþjónum og fulltrúum úr stjórn ÁtVR. Messukaffi.

DIGRANESKIRKJA | Íþrótta- og sunnudagaskóli kl. 11. Ásdís og Sara hafa umsjón. Súpa eftir stundina.Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Alfreð Örn Finnsson þjónar. Félagar úr Samkór Kópavogs syngja undir stjórn Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur organista. Kaffi og spjall eftir stundina.

DÓMKIRKJAN | Næstkomandi sunnudag er Dómkirkjufólki boðið að messa í Bessastaðakirkju kl. 14. Sr. Elínborg Sturludóttir prédikar, sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Boðið verður í messukaffi. Því verður ekki messað í Dómkirkjunni klukkan 11 eins og venjan er. Fjölmennum í Besstastaðkirkju!

FELLA- og Hólakirkja | Æskulýðsmessa kl. 17. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina ásamt Nönnu Birgisdóttur Hafberg, æskulýðsfulltrúa. Benedikt Guðmundsson leikur undir söng.

GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson.Sunnudagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa sr. Guðrún Karls Helgudóttir og Hulda Berglind Tamara. Undirleikari er Stefán Birkisson. Vörðumessa er í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Vox Populi leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Kertaljós og heilög máltíð.

GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Ásta Haraldsdóttir organisti leiðir tónlistina auk félaga úr kirkjukór Grensáskirkju. Sr. Daníel Ágúst Gautason prédikar og þjónar ásamt messuhópi. Boðið er upp á kaffi eftir messu.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Kirkjubrall (Messy Church) kl. 11. Föndur, leikir og samverustund fyrir alla fjölskylduna og matur á eftir. Barnakórinn syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Gott er að koma í fötum sem mega verða skítug.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með sunnudagaskóla: Lára Ruth Clausen, Ragnheiður Bjarnadóttir og Erlendur Snær Erlendsson. Ensk messa kl. 14. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Myrkir músikdagar. Cantoque syngur Þorkel kl. 17. Cantoque ensemble / Steinar Logi Helgason stjórnandi. Aðgangseyrir 3.500 kr.

HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Perlukórinn, barna- og unglingakór Háteigskirkju syngur undir stjórn organistans, Erlu Rutar Káradóttur. Prestur er Helga Soffía Konráðsdóttir.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Alfreð Örn Finnsson þjónar. Sólveig Sigríður Einarsdóttir er organisti. Söngvinir úr sókninni leiða sönginn. Súpa eftir messu.

HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Service. Translation into English.Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service.Samkoma á spænsku kl. 16. Reuniónes en español.

ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Gautaborg. Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 27. jan. kl. 11. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús. Börn ásamt foreldrum velkomin. Hressing, kaffi og spjall.Íslensk guðsþjónusta verður í Västra-Frölunda-kirkju sun. 28. jan. kl. 14. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast hljóðfæraleik. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

KIRKJUSELIÐ í Spöng | Vörðumessa kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Vox Populi leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Kertaljós, heilög máltíð og tónlist.

KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og Elísa Elíasdóttir er organisti. Fermingarbörnum vorsins og forráðamönnum sérstaklega boðið til messunnar. Gengið verður til altaris. Eftir messuna verður stuttur fundur í kirkjunni þar sem farið verður yfir fermingarnar og fræðsluna framundan. Sunnudagaskólinn kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum og leiða æskulýðsleiðtogarnir stundina.

LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11, yngstu krúttin úr Krúttakórnum syngja undir stjórn Bjargar Þórsdóttur og Sunnu Karenar Einarsdóttur, séra Ásta Ingibjörg Pétursdóttir þjónar. Kaka og kleinur að messu lokinni.

LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudag.Söngfjelagið syngur, organisti er Hilmar Örn Agnarsson og sr. Hjalti Jón Sverrisson þjónar. Emma og Þorsteinn leiða sunnudagaskólann í safnaðarheimili kirkjunnar. Léttar veitingar í safnaðarheimili eftir messu.

LEIRÁRKIRKJA Melasveit | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti er Zsuzsanna Budai, sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, þjónar. Meðhjálpari er Kolbrún Sigurðardóttir.

LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur prédikar. Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar.

MOSFELLSPRESTAKALL | Guðsþjónusta kl. 11 í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Meðhjálpari: Andrea Gréta Axelsdóttir. Kaffisopi í skrúðhúsi eftir guðsþjónustu. Gróður sunnudagaskóli kl. 13 í Lágafellskirkju. Söngur, gleði, fræðsla og leikir. Í lok stundar verða grænar gjafir, föndur og hressing í boði.

NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Barnastarfið fer fram á sama tíma. Kirkjukaffi að messu lokinni. Prestur er Skúli S. Ólafsson

NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Messa í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudag kl. 11. Visitasia sr. Kristjáns Björnssonar, vígslubiskups í Skálholti, sem prédikar. Prestar Njarðvíkurprestakalls þjóna fyrir altari. Kór Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Rafns Hlíðkvist, organista. Sunnudagaskólinn á sama tíma undir stjórn Höllu Marie Smith.

ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Tregatrúartónlistarmessa sunnudag kl. 14 Háteigsvegi 56. Sr. Pétur þjónar og prédikar. Blúshljómsveit Þollýar mætir en með þeim spilar Matthías kórstjóri á hammondinn. Maul eftir messu.

SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Bára leiða stundina ásamt Tómasi Guðna, sem spilar á píanóið. Guðsþjónusta kl. 13, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Félagar úr Kór Seljakirkju leisöng og organisti er Tómas Guðni Eggertsson.

SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Friðarhugtakið í Gamla testamentinu. Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur, talar. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór syngja. Kaffiveitingar eftir athöfn. Æskulýsfundur kl. 20. Starf fyrir sex til níu ára mánudag kl. 16. Þorramatur fyrir eldri borgara þriðjudag kl. 12.30. Biskup Íslands spjallar við viðstadda. Verð kr. 3000 fyrir matinn. Miðvikud. Morgunkaffi kl. 9 og kyrrðarstund kl. 12.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Lesmessa kl. 11. Prestsþjónusta Axel Á. Njarðvík.

ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa sunnudag kl. 17. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Keiths Reed.

VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10, saga, brúðuleikrit, söngur. Perla, Yrja og Benni stýra stundinni. Sunnudagaskóli í Vídalínskirkju kl. 11. Torfey, Rósa Kristjón og Þorkell leiða stundina. Messa í Vídalínskirkju kl. 11. Sr. Matthildur Bjarnadóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja. Organisti er Jóhann Baldvinsson. Messukaffi í lok stundanna.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 10 í umsjá Ísabellu og Helga. Messa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari. Kaffihressing.

YTRI-Njarðvíkurkirkja | Messa í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudag kl. 11. Visitasia Sr. Kristjáns Björnssonar, vígslubiskusp í Skálholti sem prédikar. Prestar Njarðvíkurprestakalls þjóna fyrir altari. Kór Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Rafns Hlíðkvist, organista. Sunnudagaskólinn á sama tíma undir stjórn Höllu Marie Smith.