Grindavík Úrræði fyrir íbúa verða framlengd fram á sumar hið minnsta.
Grindavík Úrræði fyrir íbúa verða framlengd fram á sumar hið minnsta. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vinnumálastofnun hefur fengið mál ríflega sex hundruð Grindvíkinga inn á sitt borð eftir jarðhræringar í og kringum bæinn á síðustu mánuðum. Flestir þeirra njóta góðs af úrræði fyrir atvinnurekendur

Vinnumálastofnun hefur fengið mál ríflega sex hundruð Grindvíkinga inn á sitt borð eftir jarðhræringar í og kringum bæinn á síðustu mánuðum. Flestir þeirra njóta góðs af úrræði fyrir atvinnurekendur.

Þetta kemur fram í svari Vinnumálastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins. Unnur Sverrisdóttir forstjóri segir að 55 fyrirtæki hafi sótt um vegna 467 einstaklinga að nýta sér úrræði um styrk til greiðslu launa til þeirra sem ekki hafa getað stundað vinnu í Grindavík vegna hættuástandsins þar, skv. lögum nr. 87/2023. Sem kunnugt er rennur það úrræði út í næsta mánuði en til stendur að framlengja það fram á sumar og er frumvarp þess efnis nú í meðförum Alþingis.

Þá hafa 126 einstaklingar sótt um styrk vegna launataps en í þeim hópi eru bæði launþegar og sjálfstætt starfandi Grindvíkingar. Frá 1. desember sl. hafa svo 32 umsóknir borist um greiðslu atvinnuleysistrygginga þar sem umsækjandi er með búsetu í póstnúmerinu í Grindavík. Unnur forstjóri segir að þetta nái ekki utan um þá sem unnu í Grindavík en bjuggu annars staðar og hafa sótt um. hdm@mbl.is