Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð: Er á fiðlu alltaf hann, oft að vetri þungfær hann, mislangur á mönnum hann, mótaður úr gleri hann. Hér kemur lausn Hörpu á Hjarðarfelli: Langur fiðluháls er hér

Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð:

Er á fiðlu alltaf hann,

oft að vetri þungfær hann,

mislangur á mönnum hann,

mótaður úr gleri hann.

Hér kemur lausn Hörpu á Hjarðarfelli:

Langur fiðluháls er hér.

Hálsar eru milli dala.

Misstór háls á mönnum er.

Mun um flöskuhálsinn tala.

Guðrún B. leysir gátuna:

Grip á fiðlu hert um háls.

Af hálsi rútan sneri.

Hálslöng fraukan fljót til máls.

Flöskuháls úr gleri.

Magnús Halldórsson svarar:

Hálsinn vel á fiðlu fer.

Fastur á hálsi Landrover.

Misjafn strjúpi manna er.

Mjóan háls oft flaska ber.

Lausn Sigmars Ingasonar:

Á fiðlunni má finna háls

Færð um Hálsinn þung er núna

Mislangur er á mönnum háls

Margur rennur dropi um flöskuháls

Sjálfur skýrir Páll gátuna svona:

Oft er þungfær Ennisháls,

er úr viði fiðluháls.

Mislangur á mönnum háls

minnist ég við flöskuháls.

Síðan er ný gáta eftir Pál:

Fréttir margar færir þér,

finnst á vatnabökkum hér,

í bílnum gamla brotið er,

blöð og pappa niður sker.

Rúnar Thorsteinsson yrkir limru á Boðnamiði:

Vetrarvargur.

Sjaldan er veturinn vægur,

voldugur er hann og slægur,

kallar fram kvíða,

er lengi að líða,

skuggsýn og skömm eru dægur.

Gunnar Hólm Hjálmarsson segir, að Aron fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins haldi að leikmenn ofhugsi hlutina:

Fyrirliðinn fann loks rétta svarið,

fyrir það sé markið illa varið,

heldur að þeir hugsi kannski mikið

hlutina og tapi fyrir vikið.

„Úr Laugardagslauginni“, – í Limrubókinni segir, að Indriði Gíslason cand. mag. hafi sent limruna helgarblaði DV en ekki tilgreint höfund:

Um sólstöður var ég í sundi;

af sólinni lokkaflóð hrundi.

Það var svo mikil sól,

að ég sá ekki sól

fyir sólbrúnu Mæjorkasprundi.

¶ Rjóma, selspik, mör og makríl¶ mest ég et¶ en timbur, nagla, ál og akrýl¶ ef ég get.¶ Limra eftir Kristján Karlsson:¶ Af ástæðum ótilgreindum¶ ef til vill flóknum og leyndum¶ hann gat ekki pissað¶ sem gjörði oss svo hissa að¶ við gátum ei heldur sem reyndum.¶ Símon Dalaskáld kvað á heimleið á Vatnsskarði:¶ Neista víðis Njörðurinn¶ nærist blíðu hóti;¶ Skaga- fríði –fjörðurinn¶ faðminn býður móti.¶ Xxx¶ Byggðin gerir brosa rauð,¶ - blett ei frera sjáum –¶ vötnin Héraðs alveg auð¶ út að veri bláum.¶ Í Leir segir frá því að Óttar Einarsson, búsettur í Þistilfirði, orti í lok tuttugustu aldar, er hann var orðinn langeygur eftir vori:¶ Norðangarrinn nakta jörð¶ nótt sem daga lemur.¶ Þá er vor um Þistilfjörð¶ þegar hrafninn kemur.¶ Öfugmælavísan:¶ Silungurinn sótti lyng,¶ svalan hrísið brenndi,¶ flugan úr gulli gerði hring,¶ geitin járnið renndi.¶