Julia Roberts kýs hversdagslegan klæðnað.
Julia Roberts kýs hversdagslegan klæðnað. — AFP/Angela Weiss
Óþægindi Bandaríska leikkonan Julia Roberts upplýsir í samtali við breska Vogue að hún hafi hér um bil hafnað hlutverki Önnu Scott í hinni rómuðu gamanmynd Notting Hill, sem gerð var 1999, vegna þess að henni þótti óþægilegt að leika heimsfræga kvikmyndastjörnu – sem ekki var hún sjálf

Óþægindi Bandaríska leikkonan Julia Roberts upplýsir í samtali við breska Vogue að hún hafi hér um bil hafnað hlutverki Önnu Scott í hinni rómuðu gamanmynd Notting Hill, sem gerð var 1999, vegna þess að henni þótti óþægilegt að leika heimsfræga kvikmyndastjörnu – sem ekki var hún sjálf. „Þetta var svo vandræðalegt; ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég átti að leika þessa persónu,“ segir Roberts og bætir við að sér hafi leiðst að þurfa að klæða sig eins og kvikmyndastjarna. Í „I’m just a girl“-atriðinu fræga var hún þó í sínum eigin fötum, sem bílstjórinn hennar, „öðlingurinn hann Tommy“, sótti um morguninn í íbúðina hennar í Lundúnum.