Trump Carroll fer fram á meira en tíu milljónir bandaríkjadala.
Trump Carroll fer fram á meira en tíu milljónir bandaríkjadala. — AFP/Charly Triballeau
Trump strunsaði út úr dómsal í gær en réttað er í einka­máli þar sem hann er sak­aður um ærumeiðing­ar. E. Jean Carroll höfðar málið og fer hún fram á meira en tíu millj­ón­ir banda­ríkja­dala vegna meintra meiðyrða hans gegn henni

Helena Björk Bjarkadóttir

helena@mbl.is

Trump strunsaði út úr dómsal í gær en réttað er í einka­máli þar sem hann er sak­aður um ærumeiðing­ar. E. Jean Carroll höfðar málið og fer hún fram á meira en tíu millj­ón­ir banda­ríkja­dala vegna meintra meiðyrða hans gegn henni.

Kviðdóm­ur komst að þeirri niður­stöðu í fyrra að Trump hefði gerst sek­ur um kyn­ferðis­lega áreitni gagn­vart Carroll.

Trump bar vitni í málinu á fimmtudag. Þá neitaði hann að hafa ráðist á mannorð Carroll með yfirlýsingum sínum. Dómari í málinu takmarkaði spurningar frá lögfræðingum Trumps við þrjár, sem hann mátti einungis svara játandi eða neitandi. Trump bragst illa við og sagði þetta „ekki vera Bandaríkin.

Lögfræðiteymi Carroll hefur kvartað undan háttsemi Trumps ítrekað og hefur dómarinn hótað að henda honum út vegna hegðunar.

Forsetinn fyrrverandi er ekki skyldugur til að vera viðstaddur réttarhöldin en hefur nýtt athygli málsins til að skapa fjölmiðlaumfjöllun og kynda undir fullyrðingum um að allt sé reynt til að koma í veg fyrir endurkomu hans í Hvíta húsið.

Höf.: Helena Björk Bjarkadóttir