Breytingar Einar Þorsteinsson boðar breytingar í sinni borgarstjóratíð.
Breytingar Einar Þorsteinsson boðar breytingar í sinni borgarstjóratíð. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri Reykvíkinga, leggur áherslu á að sýna eigi barnafjölskyldunum mildi, til dæmis þegar kemur að því að nota einkabílinn. „Auðvitað er ég fylgjandi almenningssamgöngum og minnkandi kolefnisspori en um leið skiptir…

Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri Reykvíkinga, leggur áherslu á að sýna eigi barnafjölskyldunum mildi, til dæmis þegar kemur að því að nota einkabílinn.

„Auðvitað er ég fylgjandi almenningssamgöngum og minnkandi kolefnisspori en um leið skiptir máli að við skömmum fólk ekki til hlýðni; á vissum tímabilum í lífi fólks getur veruleikinn verið býsna flókinn. Við verðum að hafa skilning á því hvernig lífið er,“ segir Einar sem sjálfur býr í úthverfi og á þrjú börn á öllum skólastigum.

Í samtali við Einar í Sunnudagsblaðinu kemur einnig fram að hann vilji halda áfram að þétta byggð kringum almenningssamgöngur en á sama tíma vill hann líka ryðja land og stækka borgina til austurs. Þá vill hann hrista húsnæðismarkaðinn í gang.