Dúó Romain Collin og GDRN.
Dúó Romain Collin og GDRN.
Romain Collin heldur tónleikaröð á næstu vikum í Hannesarholti undir yfirskriftinni „Romain Collin & gestir 2024“ þar sem hann „býður til samstarfs framúrskarandi listamönnum“, eins og segir í tilkynningu

Romain Collin heldur tónleikaröð á næstu vikum í Hannesarholti undir yfirskriftinni „Romain Collin & gestir 2024“ þar sem hann „býður til samstarfs framúrskarandi listamönnum“, eins og segir í tilkynningu. Romain Collin, sem var tilnefndur til Grammy-verðlauna 2020, hefur verið reglulegur gestur á Íslandi síðustu ár, og er þetta þriðja tónleikaröðin sem hann stendur fyrir í Hannesarholti. Á fyrstu tónleikunum, annað kvöld, 28. janúar, kl. 19 kemur GDRN fram með Collin. Aðrir samstarfsmenn hans verða Óskar Guðjónsson og S. Carey en dagskránni lýkur með sólótónleikum.