Rautt hár þykir bera af. Þetta er þó ekki okkar stúlka, Evelina Signorelli.
Rautt hár þykir bera af. Þetta er þó ekki okkar stúlka, Evelina Signorelli. — AFP/Paul Faith
„Það kemur fyrir að menn verði gráhærðir á einni nóttu af einhverju hryllilegu, sem fyrir þá kemur. En að menn verði rauðhærðir á einni nóttu er sjaldgæfara; nema það þá verði með hjálp duglegrar hárgreiðslukonu.“ Með þessum orðum hófst frétt í Morgunblaðinu fyrir réttum 90 árum

„Það kemur fyrir að menn verði gráhærðir á einni nóttu af einhverju hryllilegu, sem fyrir þá kemur. En að menn verði rauðhærðir á einni nóttu er sjaldgæfara; nema það þá verði með hjálp duglegrar hárgreiðslukonu.“

Með þessum orðum hófst frétt í Morgunblaðinu fyrir réttum 90 árum.

Þetta hafði þó komið fyrir unga stúlku í Ítalíu og blaðið var meira að segja með nafnið á henni, Evelina Signorelli.

„Kvöld eitt kom hún heim frá vinnu og kveikti á litlum „brassero“, smáofni, sem hægt er að bera með sjer, og hitaður er með trjekolum. Áður en hún lagðist til svefns, slökti hún á ofninum. En lítillega hefir logað áfram í kolunum, og af því myndast einskonar gasreykur, sem breiðst hefir út um herbergið. Víst er það, að um morguninn fanst stúlkan meðvitundarlaus í rúmi sínu. En brátt tókst að vekja hana til meðvitundar. Tóku foreldrar hennar þá eftir því, að hár hennar var orðið ljósrautt. – Þannig hafði gasið breytt háralit hennar um nóttina.“