Steinar Logi Helgason
Steinar Logi Helgason
Ný tónleikaröð sem nefnist Vetur & vor 2024 hefur göngu sína í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Á fyrstu tónleikunum flytur sönghópurinn Cantoque Ensemble efnisskrá helgaða kórtónlist Þorkels Sigurbjörnssonar, en tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Myrka músíkdaga

Ný tónleikaröð sem nefnist Vetur & vor 2024 hefur göngu sína í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Á fyrstu tónleikunum flytur sönghópurinn Cantoque Ensemble efnisskrá helgaða kórtónlist Þorkels Sigurbjörnssonar, en tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Myrka músíkdaga. Stjórnandi á tónleikunum er Steinar Logi Helgason. Meðal verka sem munu hljóma eru Englar hæstir; Til þín, Drottinn hnatta og heima; Heyr himna smiður og Maríukvæði.