Norman Jewison
Norman Jewison
Kvikmyndaleikstjórinn og framleiðandinn Norman Jewison er látinn, 97 ára að aldri. Í frétt Variety er rifjað upp að Jewison sé þekktastur fyrir In the Heat of the Night (1967) með Sidney Poitier og Rod ­Steiger í aðahlutverkum þar sem sjónum var…

Kvikmyndaleikstjórinn og framleiðandinn Norman Jewison er látinn, 97 ára að aldri. Í frétt Variety er rifjað upp að Jewison sé þekktastur fyrir In the Heat of the Night (1967) með Sidney Poitier og Rod ­Steiger í aðahlutverkum þar sem sjónum var beint að kynþáttahatri í suðurríkjum Bandaríkjanna. Einnig leikstýrði hann t.d. Moonstruck, The Thomas Crown Affair og söngleikjunum Fiddler on the Roof og Jesus Christ Superstar. Jewison hóf ferilinn á því að leikstýra gamanmyndum með Doris Day á borð við The Thrill of It All, en fór fljótt að einbeita sér að dramatískari efnivið. Á löngum og farsælum ferli var hann sjö sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn en hlaut þau aldrei í keppnisflokki þótt hann hafi 1999 hlotið minningarverðlaun bandarísku kvikmyndaakademíunnar sem kennd eru við Irving G. Thalberg.