Sykur Ragnhildur litar sykurmola með ákveðinni dýfingartækni.
Sykur Ragnhildur litar sykurmola með ákveðinni dýfingartækni.
Tvær sýningar verða opnaðar í galleríinu Listvali á Hverfisgötu síðdegis í dag, laugardaginn 27. janúar, kl. 15. Sýningin Feluleikur með verkum eftir Thomas Pausz er „vistfræðileg dæmisaga þar sem mörgum frásögnum vindur fram“, eins og segir í kynningartexta

Tvær sýningar verða opnaðar í galleríinu Listvali á Hverfisgötu síðdegis í dag, laugardaginn 27. janúar, kl. 15.

Sýningin Feluleikur með verkum eftir Thomas Pausz er „vistfræðileg dæmisaga þar sem mörgum frásögnum vindur fram“, eins og segir í kynningartexta. Listamaðurinn „notar ljósmyndir, samklipp og hluti til að sýna erfiðið, löngunina og mistökin sem fylgja því að taka myndir af náttúrulífi. Á sýningu Ragnhildar Weisshappel, sem ber titilinn Sykurskírn, gefur að líta verk unnin úr ­sykurmolum sem hún litar með ákveðinni dýfingartækni. Eitt verkið er gert úr 6.400 sykurmolum. Verkin á sýningunni eru sögð snerta á hugmyndum um skammtafræði.

Sýningarnar standa til 3. mars.