Mark Landsliðskonan Lilja Ágústsdóttir skorar eitt marka sinna fyrir Val gegn Fram í Reykjavíkurslag í úrvalsdeild kvenna í handbolta í gærkvöldi.
Mark Landsliðskonan Lilja Ágústsdóttir skorar eitt marka sinna fyrir Val gegn Fram í Reykjavíkurslag í úrvalsdeild kvenna í handbolta í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert
Eftir sex sigurleiki í röð í úrvalsdeild kvenna í handbolta fékk Fram skell á móti Íslandsmeisturum Vals á útivelli í 15. umferðinni í gærkvöldi, 30:20. Er Valur með 28 stig á toppnum, fjórum stigum á undan Haukum í öðru sæti og átta á undan Fram í því þriðja

Eftir sex sigurleiki í röð í úrvalsdeild kvenna í handbolta fékk Fram skell á móti Íslandsmeisturum Vals á útivelli í 15. umferðinni í gærkvöldi, 30:20. Er Valur með 28 stig á toppnum, fjórum stigum á undan Haukum í öðru sæti og átta á undan Fram í því þriðja.

Valskonur eru sjálfar á enn meiri siglingu og var sigurinn í gærkvöldi sá níundi í röð. Það segir allt sem segja þarf að fimm markahæstu leikmenn Vals í gær; Hildigunnur Einarsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Thea Imani Sturludóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir léku allar með Íslandi á HM fyrir áramót.

Berglind Þorsteinsdóttir lék einnig með Íslandi á mótinu og hún var markahæst hjá Fram ásamt Ölfu Brá Hagalín með fimm mörk.

Þegar sex umferðir eru eftir af deildinni er ljóst að Valskonur eru afar sigurstranglegar í öllum keppnum á tímabilinu.