Innkoma Halldór Garðar Hermannsson kom sterkur inn af bekknum hjá Keflavík er liðið lagði Stjörnuna í úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi.
Innkoma Halldór Garðar Hermannsson kom sterkur inn af bekknum hjá Keflavík er liðið lagði Stjörnuna í úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert
Keflavík hafði betur gegn Stjörnunni, 97:89, í lokaleik 15. umferðar úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Er Keflavík nú með þrjá sigra í síðustu fjórum leikjum en Stjarnan hefur tapað þremur af síðustu fjórum

Keflavík hafði betur gegn Stjörnunni, 97:89, í lokaleik 15. umferðar úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Er Keflavík nú með þrjá sigra í síðustu fjórum leikjum en Stjarnan hefur tapað þremur af síðustu fjórum.

Með sigrinum fór Keflavík upp í 20 stig og upp að hlið Þórs frá Þorlákshöfn í 3.-4. sæti. Stjarnan er í áttunda sæti með 16 stig.

Keflvíkingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og náðu mest 15 stiga forskoti í stöðunni 41:26. Stjarnan svaraði í þriðja leikhluta og var fimm stigum yfir í stöðunni 75:70. Keflavík skoraði næstu sex stig, komst í 76:75 fyrir lok leikhlutans og var síðan sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum.

Remy Martin skoraði 31 stig fyrir Keflavík og Halldór Garðar Hermannsson kom sterkur af bekknum með 16 stig.

James Ellisor skoraði 21 stig og tók átta fráköst fyrir Stjörnuna.