Listakona Vera Palusková.
Listakona Vera Palusková.
Vera Palusková opnaði nýverið sýningu á málverkum í Hvalasafninu. Vera er tékknesk og hefur búið á Íslandi í níu ár. Haft er eftir Veru í tilkynningu að hún „heillist af sálinni í heimskautadýrum sem búa á Íslandi ásamt íslensku landslagi sem er svo …

Vera Palusková opnaði nýverið sýningu á málverkum í Hvalasafninu. Vera er tékknesk og hefur búið á Íslandi í níu ár. Haft er eftir Veru í tilkynningu að hún heillist af sálinni í heimskautadýrum sem búa á Íslandi ásamt íslensku landslagi sem er svo ólíkt því sem hún þekkir frá Mið-Evrópu. Hún sýnir sjö málverk í Hvalasafninu, Whales of Iceland, Fiskislóð 23-25. Sýningin verður opin til 15. maí.

Vera leggur stund á meistaranám í myndlist við Milan Art Institute auk þess sem hún er í námi í sálfræði við Milton Keynes í Bretlandi. Hún lærði nudd í Tékklandi og vinnur við heilsunudd á Íslandi.