taka e-ð fyrir er að fjalla um e-ð: „Málin á dagskrá verða tekin fyrir meðan einhver er vakandi.“ Að taka e-n fyrir er að taka e-n til meðferðar, jafnvel leggja e-n í einelti

taka e-ð fyrir er að fjalla um e-ð: „Málin á dagskrá verða tekin fyrir meðan einhver er vakandi.“ Að taka e-n fyrir er að taka e-n til meðferðar, jafnvel leggja e-n í einelti. En að taka fyrir e-ð getur þýtt að þverneita e-u eða að láta e-ð ekki viðgangast lengur: „Eftir brunann á slökkvistöðinni var tekið fyrir reykingar.“