Fleiri velja áfram verðtryggð lán.
Fleiri velja áfram verðtryggð lán.
  • Ný útlán til heimila að frádregnum uppgreiðslum námu 7,3 ma.kr. í desember. Verðtryggð útlán námu um 16,4 mö.kr. og drógust saman um 12 ma.kr. á milli mánaða. Á sama tíma nam uppgreiðsla á óverðtryggðum um 9,1 ma.kr
  • Ný útlán til heimila að frádregnum uppgreiðslum námu 7,3 ma.kr. í desember. Verðtryggð útlán námu um 16,4 mö.kr. og drógust saman um 12 ma.kr. á milli mánaða. Á sama tíma nam uppgreiðsla á óverðtryggðum um 9,1 ma.kr. samkvæmt nýjum hagtölum Seðlabankans. Meginþorri verðtryggðra lána í desember, tæpir 15 ma.kr., var með breytilegum vöxtum.

Þessar tölur endurspegla þá þróun sem hefur átt sér stað á liðnu ári, þar sem verðtryggð lán aukast samhliða uppgreiðslu óverðtryggðra lána.

Alls tóku heimilin um 168,8 m.kr. í verðtryggð lán á árinu, að mestu leyti með breytilegum vöxtum, á meðan nettóupphæð óverðtryggðra lána var neikvæð um um 72,3 m.kr. Þetta er töluverð breyting á milli ára, en árið 2022 námu verðtryggð lán aðeins um 34,8 milljörðum króna en óverðtryggð lán um 158 mö.kr. Tölurnar eru enn hærri ef horft er til ársins 2021. Frá miðju ári 2020 fram á haustið 2022 kusu heimilin frekar að taka óverðtryggð lán en sú þróun breyttist með hækkandi vöxtum.

Óverðtryggð bílalán námu um 1,5 ma.kr. í desember.